Fyrirtæki 1912

Nathan & Olsen

Markaðsfyrirtæki sem tengir saman framleiðendur og neytendur. Sérhæfing í markaðssetningu á vörumerkjum á íslenskum dagvörumarkaði.

Ekran

Þjónustufyrirtæki í innflutningi og sölu á matvælum, hráefni og öðrum aðföngum til veitingahúsa, mötuneyta, framleiðslueldhúsa, matvælaiðnaðar og skipa.

Mannauður

Frumkvæði

Liðsheild

Áreiðanleiki

Ástríða

1912 er fjölskylduvænt fyrirtæki sem leggur áherslu á jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík þar sem starfsfólk býr við góðan aðbúnað í nýlegu húsnæði að Klettagörðum 19.

Saga 1912

 • 1912

  Tveir danskir athafnamenn, Fritz Nathan og Carl Olsen, stofnuðu Nathan & Olsen fyrirtækið 1. janúar 1912.

 • 1914

  Þriðji danski kaupsýslumaðurinn, John Fenger, skoskur í móðurætt, gerist meðeigandi í Nathan & Olsen árið 1914.

 • 1915

  Í brunanum mikla í Austurstræti 25. apríl 1915 brann allt sem brunnið gat í skrifstofuhúsnæði Nathan & Olsen á eftir hæðinni í Austurstræti 9.

 • 1915

  Fyrirtækið leigði gufuskip til flutninga til og frá landinu árið 1915 og nokkru síðar keypti fyrirtækið sitt eigið skip, mótorkútterinn Harry, sem var í millilandasiglingum og strandferðum.

 • 1917

  15. september 1917 fluttist Nathan & Olsen í stórhýsið sem eigendurnir létu reisa við Austurstræti 16. Félagarnir komu m.a. upp rafstöð, þeirri fyrstu í Reykjavík.

 • 1924

  Fyrirtækið hafði útibú á Akureyri, Seyðisfirði og Ísafirði. 1920-1923 voru erfiðleikaár og auk þess fórst Harry, ótryggður. Árið 1924 varð því að selja stórhýsið og eignir á Ísafirði.

 • 1936

  Fritz Nathan seldi sinn hlut í fyrirtækinu árið 1936 og Carl Olsen seldi sinn hlut árið 1958. Fyrirtækið hefur síðan verið í eigu afkomenda Johns Fengers.

 • 1942

  Nathan & Olsen opnaði skrifstofu í New York árið 1942, rak hana allt til styrjaldarloka og hóf innflutning á bandarískum vörum sem eru fjölskylduvinir á íslenskum heimilum enn í dag.

 • 1968

  Árið 1968 fluttist Nathan & Olsen í nýtt húsnæði sem fyrirtækið hafði látið reisa að Ármúla 8. Tuttugu árum síðar 1988, var starfsemin flutt í húsnæði að Vatnagörðum 20.

 • 1999

  Árið 1999 var Ekran ehf. keypt og í framhaldi af því var ákveðið að skipta rekstri félagsins í þrjár einingar.

 • 2012

  Árið 2012 voru 100 ár liðin síðan Fritz Nathan og Carl Olsen settust í fyrsta skipti inn í skrifstofu Nathan 6 Olsen í Hafnarstræti 21 og fagnaði fyrirtækið því aldarafmæli.

 • Í DAG

  Í dag er 1912 leiðandi fyrirtæki á íslenskum matvörumarkaði með dótturfyrirtæki sín Nathan & Olsen, Ekruna, Gott fæði & Sökkla innanborðs.

Gæðastefna

Gæðastefna 1912 tryggir að starfsemin sé í samræmi við gildi, stefnu og markmið fyrirtækisins.

Gæðastefnan tekur til allra starfa í fyrirtækinu. Allir starfsmenn bera ábyrgð á að fylgja stefnunni hver á sínu sviði.

1912 starfrækir gæðakerfi sem byggir á ISO-9001:2015 gæðastaðlinum og HACCP gæðakerfinu. Rík áhersla er lögð á stöðugar umbætur.

1912 setur sér markmið og mælikvarða til að tryggja að gæði standist ítrustu kröfur sem settar eru hverju sinni og mun bregðast hratt við frávikum.

1912 tryggir að væntingar viðskiptavina til þjónustu og vara fyrirtækisins standist og sé virðisaukandi fyrir þá.

1912  leggur áherslu á skipulögð og öguð vinnubrögð við meðhöndlun vöru, til að tryggja sem best gæði til viðskiptavina.

Hafðu samband

Við tökum vel á móti þér.
styrktarbeiðnir
hafðu samband